Plútó

Clyde William Tombaugh uppgötvaði Plútó árið 1930. Hann fæddist í La Sallesýslu í Illinoisríki í Bandaríkjunum hinn 4. febrúar árið 1906. Eftir að hann setti saman sinn eigin stjörnuskoðunarsjónauka var honum boðið starf við Lowell stjörnuathugunarstöðina í Flagstaff í Arizona í Bandaríkjunum árið 1929, en þar fór fram leit að svokallaðri "plánetu X". Hann fann Plútó ári síðar, þá einungis 23 ára að aldri. Tveimur árum síðar hlaut hann prófgráðu í stjörnufræði frá háskólanum í Kansasríki. Hann sagði starfi sínu lausu árið 1945 til að vinna að þróun flugskeyta. Áratug síðar hóf Tombaugh að kenna stjörnufræði við ríkisháskóla Nýju-Mexíkó og vann hann þar uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Clyde William Tombaugh lést á heimili sínu hinn 17. janúar árið 1997 tæplega 91 árs að aldri.

Þótt Tombaugh sé hvað þekktastur fyrir að uppgötva Plútó þá er hann ekki síður þekktur fyrir uppgötvanir sínar á smástirnum, en hann fann 14 slík á ferlinum. Það fyrsta fann hann er hann hóf að leita Plútós árið 1929 og hlaut nafnið 2839 Annette. Árið 1931 fann hann svo annað til viðbótar og hlaut það nafnið 1604 Tombaugh 1. Hann fann 12 önnur smástirni á 16 ára ferli sínum hjá Lowell stjörnuathugunarstöðinni og veitti konunglega stjörnuathugunarfélagið honum Jackson-Gwilt orðuna fyrir uppgötvanir hans.

• Vefsíða Lowell stjörnuathugunarstöðvarinnar  • Upplýsingar um Clyde William Tombaugh
Til baka