Helgi Magnús Gunnarsson, talsmađur ríkissaksóknara, ţegar ellefu mönnum var gefiđ ađ sök ađ hafa sett á netiđ gríđalegt magn höfundaréttarvarins efnis, segir máliđ nú komiđ til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Helgi segist ekki vita til ţess ađ fylgst sé međ fleiri mönnum sem séu ađ opna fyrir ađgengi ađ höfundarvörđu efni á netinu. Mennirnir sem nú eru til rannsóknar séu ellefu af sjálfsagt 100 eđa fleirum sem stóđu í umfangsmikilli dreifingu á höfundarvörđu efni á netinu og enginn leiđ ađ botna ţann fjölda. „Ţeir voru ađ nota Direct Connect skáarskiptiforritiđ og DC++, sem er önnur útgáfa ţess,“ segir Helgi. Ţađ eru dćmigerđ skráaskiptaforrit en erfiđara er ađ henda reiđur á ţví hvađ er ađ gerast noti menn Bit Torrent forritiđ, ţar sem hverri skrá er púslađ saman úr mörgum áttum/tölvum.

Helgi segir ekki hafa veriđ ađgreint innlent efni frá erlendu í kćrumálinu ţví höfundar njóti sömu verndar samkvćmt lögum og alţjóđlegum samningum um vernd hugverkaréttar. Efniđ sé hins vegar flokkađ eftir gerđ, ţ.e. tónlist, kvikmyndir, forrit o.s.frv. „Ţetta snýst um einkarétt höfundar til ađ birta verk sín í upphaflegri eđa breyttri mynd. Ef ţú opnar ađgang ađ höfundarréttarvörđu efni út á netiđ ertu í rauninni ađ birta ţađ öđrum í heimildarleysi endurgjaldslaust. Ţetta er eins og ađ vera međ myndbandaleigu međ ólöglegum afritum og dreifa ţeim til hvers sem ţau vill,“ segir Helgi. Ekki skipti máli hvort menn hafi sett efniđ fyrstir allra á netiđ eđa ekki hvađ varđar refsiábyrgđ. „Ţađ eru nokkur lögfrćđileg álitaefni sem eru skemmtileg og ekki öllu svarađ. Til dćmis hvort ţađ sé refsivert ađ hlađa niđur til eigin nota, ţađ eru áhöld um hvort ţađ sé refsivert. Danir fóru ţá leiđ ađ lýsa ţađ sérstaklega refsivert,“ segir Helgi. Ţađ sé „upphaliđ“ svonefnda sem menn einblíni á hér sem refsivert. Höfundarréttur kveđi á um ađ höfundurinn eigi réttinn á ţví ađ fjölfalda efni og dreifa ţví.

Nú er mikiđ um lögsóknir og kćrur í heiminum vegna óheimillar dreifingar á höfundarréttarvörđu efni á netinu. Alţjóđasamtök tónlistariđnađarins, IFPI, og dóttursamtök ţess í einstökum löndum, sendu frá sér fréttatilkynningu ţann 4. apríl s.l. ţar sem lögsóknir eru bođađar á hendur um 2.000 einstaklingum sem opna öđrum ađgang ađ höfundaréttarvarinni tónlist víđa um heim. Helgi segir ţetta auđvitađ gríđarlegt hagsmunamál fyrir ţennan iđnađ en hann viti ekki hvort ţetta ákveđna mál hafi teygt sig til Íslands. Erfitt sé ţó ađ hafa eftirlit međ ţessu, hópar sem deila međ sér skrám gćtu skipt sér í smćrri hópa, en hćgt sé ađ leita uppi ţá sem eru ađ sanka ađ sér efni. Útbreiđslan og fjöldi notenda sé svo gríđarlegur ađ sjálfsagt verđi ađ finna ađra lausn á málum en ađ reyna ađ hafa uppi á fólki og refsa ţví, m.a. međ ţví ađ gera sölu á tónlist á netinu meira ađlađandi. Sumt sem fólk sé ađ deila međ sér sé ekki beinlínis söluvara lengur, t.d. gamlir sjónvarpsţćttir. „En lögreglan stendur frammi fyrir ţví ađ ţetta er refsivert og verđur ađ sinna kćrum á međan lögin standa óbreytt,“ segir Helgi ađ lokum.

Til baka á upphafssíđu