þri. 20. feb. 2018 12:52
Lið Suður-Kóreu fagnar á verðlaunapallinum í dag.
Heimakonur vörðu titilinn

Suður-Kórea vann til gullverðlauna í 3.000 metra skautaboðhlaupi kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kór­eu í dag.

Choi Min-jeong tryggði gestgjöfunum gullverðlaunin en hún skautaði tvo síðustu hringina og Suður-Kórea varði ólympíumeistaratitil sinn í greininni. Ítalir unnu til silfurverðlauna og Hollendingar fengu bronsverðlaunin. Sveitir Kína og Kanada voru dæmdar úr leik.

Þetta voru önnur gullverðlaun Choi Min-jeong á leikunum en hún hrósaði sigri í 1.500 metra skautahlaupinu um síðustu helgi.

 

 

til baka