þri. 20. feb. 2018 13:18
Frakkarnir Marie Dorin Habert, Anais Bescond, Martin Fourcade og Simon Desthieux fagna gullverðlaunum í dag.
Fimmtu gullverðlaun Fourcade

Frakkinn Martin Fourcade vann sín fimmtu gullverðlaun á Vetrarólympíuleikum þegar Frakkar tryggðu sér sigurinn blandaðri boðgöngu í skíðaskotfimi í Pyeongchang í Suður-Kór­eu í dag.

Fourcade er þar með orðinn sigursælasti franski íþróttamaðurinn í sögu Ólympíuleikanna. Þetta voru hans þriðju gullverðlaun í Pyeongchang og þá vann hann til tvennra gullverðlauna á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi fyrir fjórum árum.

Norðmenn unnu til silfurverðlauna og Ítalir til bronsverðlauna.

 

 

til baka