þri. 20. feb. 2018 17:08
Leikmenn West Ham á góðri stundu.
West Ham kært fyrir brot á lyfjareglum

Enska knattspyrnufélagið West Ham hefur verið kært af enska knattspyrnusambandinu fyrir brot á lyfjareglum sambandsins.

Í kærunni segir að forráðamenn West Ham hafi ekki greint frá því hvar liðið væri við æfingar í þrjú skipti á síðastliðnum 12 mánuðum, en handahófskennd lyfjapróf eru þekkt í íþróttaheiminum. Þessi skortur á upplýsingum jafngildir því broti á lyfjareglum

Talsmaður West Ham segir í yfirlýsingu að málið tengist aðeins skipulagi innan félagsins en hafi ekkert með leikmenn liðsins að gera.

til baka