lau. 18. ágú. 2018 21:16
Gylfi Þór Sigurðsson var sterkur í dag.
Gylfi Þór heillaði marga í dag

Gylfi Þór Sigurðsson átti afar góðan leik með Everton í 2:1-sigrinum á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Gylfi lék allan leikinn og voru fjölmiðlar sammála um að Gylfi hafi verið með betri leikmönnum vallarins. 

Sky Sports gefur Gylfa 8 af 10 mögulegum fyrir leikinn, en miðilinn skrifar ekki sérstaka umfjöllun um leikmenn. 

Liverpoolecho gaf Gylfa 8 og skrifaði þessa umfjöllun: Gylfi er alltaf góður og stundum rosalega góður. Hann er með gæði sem stuðningsmenn Everton kunna að meta og vonandi nær hann að blómstra undir stjórn Marco Silva. Hann var óheppinn að fá ekki skráða stoðsendingu eftir gott spil við Walcott. 

Readeverton gaf Gylfa einnig 8 af 10 mögulegum og skrifaði þessa umfjöllun: Gylfi var mikið betri í dag en í síðasta leik, enda fékk hann að spila mun lengur. Hann náði að sýna styrkleika sína og föstu leikatriðin hans voru hættuleg. Öll fimm föstu leikatriðin hans í fyrri hálfleik enduðu með tilraunum á markið og hann átti þátt í fyrsta markinu. 

til baka