fim. 20. sept. 2018 16:27
Frá Dalvík.
Kaupum á 2,34 frestað

Menningarráð Dalvíkurbyggðar hefur lagt til að ákvörðun um kaup á listaverkinu 2,34 eftir Guðlaug Arason (Garason) verði frestað þar til stefna liggur fyrir hjá Dalvíkurbyggð um kaup, viðgerðir og varðvörslu listaverka.

Fram kemur í fundargerð að menningarráð hafi mikinn áhuga á listaverkinu „í ljósi skírskotunar til byggðalagsins“.

Forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns Dalvíkur sendi byggðaráði erindi í september í fyrra þar sem óskað var eftir fjárveitingu til að kaupa verkið.

Verkið kostar 1,3 milljónir króna og óskað var eftir aukafjárveitingu að upphæð 900 þúsund krónur til kaupanna.

Byggðaráð samþykkti samhljóða að vísa erindinu til umfjöllunar menningarráðs, auk þess sem það óskaði eftir því að menningarráð kæmi með tillögu að stefnu um kaup og viðhald listaverka.

til baka