fim. 20. sept. 2018 17:40
Dómurinn taldi aš kaupendur hefšu ekki gripiš til višeigandi rįšstafana til aš takmarka tjón.
Fį ekki aš rifta kaupum vegna myglu

Hęstiréttur stašfesti ķ dag žann dóm Hérašsdóms Reykjaness frį žvķ ķ febrśar į sķšasta įri aš kaupsamningi um fasteign ķ Garšabę verši ekki rift vegna galla og aš kaupendum beri aš greiša seljanda eftirstöšvar af kaupverši eignarinnar. Seljanda var hins vegar gert aš greiša kaupendum skašabętur vegna vatnstjóns sem varš į eigninni tveimur dögum fyrir afhendingu hennar.

Kaupendur keyptu eignina 30. jśnķ įriš 2014 į 71 milljón króna, en afhending fór fram 1. įgśst sama įr. Tveimur dögum fyrir afhendingu upplżsti seljandi aš vatnstjón hefši oršiš į eigninni vegna leka ķ žvottahśsi. Žegar tjóniš var metiš komu hins vegar ķ ljós frekari rakaskemmdir og mygla og vildu kaupendur meina aš eignin hefši veriš haldin žeim göllum viš afhendingu. Žau greiddu žvķ ekki eftirstöšvar kaupveršs, tępar 28 milljónir, eins og kvešiš var į um ķ kaupsamningi.

Seljandi höfšaši žį mįl į hendur kaupendum sem kröfšust žess aš kaupsamningi yrši rift og til vara aš žau ęttu rétt į skašabótum eša afslętti af kaupverši fasteignarinnar. Fyrir lį aš vatnsleki varš fyrir afhendingu og bar seljandi žį enn įbyrgš į eigninni. Dómurinn féllst hins vegar į žaš meš seljanda, aš rakaskemmdir hefšu įgerst verulega frį afhendingartķma fasteignarinnar og žar til vettvangsskošun yfirmatsmanna fór fram um einu og hįlfu įri sķšar. Tališ var aš kaupendur hefšu ekki gripiš til višeigandi rįšstafana til aš takmarka tjón į fasteigninni. Voru žeir žvķ taldir bera halla af skorti į sönnun žess aš hśn hefši veriš haldin žeim miklu raka- og mygluskemmdum viš afhendingu, sem gerš var grein fyrir ķ yfirmatsgerš.

Žvķ var fallist į kröfu seljanda um aš kaupendur skyldu greiša eftirstöšvar kaupveršs fasteignarinnar aš frįdregnum skašbótum upp į rśmlega eina milljón króna. Žį upphęš sem lekatjóniš var metiš į.

til baka