fös. 21. sept. 2018 06:44
Tran Dai Quang, forseti Víetnams, er látinn, 61 árs ađ aldri.
Forseti Víetnam látinn

Forseti Víetnam, Tran Dai Quang, lést í nótt eftir langvinn og alvarleg veikindi, 61 árs ađ aldri. Frá ţessu er greint á ríkisfréttastofu Víetnam. Quang naut lćknisađstođar um langt skeiđ, bćđi í Víetnam sem og erlendis, en ekki tókst ađ finna lćkningu viđ veikindum hans.

Quang gegndi embćtti forseta landsins frá 2016 en hann á ađ baki áratugaferil í valdamiklu ţjóđaröryggisráđuneyti landsins. Hann var ţekktur harđlínumađur í stjórnmálum landsins og tók hart á öllu andófi gegn stjórnvöldum.

Sem ţjóđhöfđingi gegndi Quang einu af fjórum ćđstu embćttum landsins en forsetaembćttiđ er í raun frekar valdalítiđ og meira til skrauts og fólst einna helst í móttöku annarra ţjóđarleiđtoga.

Quang ţótti fölur á ađ líta og óstöđugur á fótum síđustu viku hans í embćtti. Síđasta opinbera verk hans fyrir andlátiđ fólst í ađ taka á móti kínverskum stjórnmálamönnum í Hanoi fyrr í vikunni.

 

til baka