fös. 21. sept. 2018 08:38
Óttast er að yfir 200 manns hafi látið lífið í slysinu.
Ferjan var verulega ofhlaðin

Að minnsta kosti 86 manns hafa fundist látnir eftir að ferjunni MV Nyerere hvolfdi á Viktoríuvatni í Tansaníu í gær. Óttast er að yfir 200 manns hafi drukknað.

Björgunaraðgerðir halda áfram í dag, en ferjunni hvolfdi nærri landi í gær, er hún var á siglingu á milli eyjanna Ukora og Bugolora.

Ástæða þess að ferjunni hvolfdi er talin vera sú að farþegarnir, sem voru líklega yfir 400 talsins, færðu sig flestir yfir á aðra hlið ferjunnar er hún nálgaðist höfn.

Frétt mbl.is

Ferjan hafði einungis leyfi til þess að flytja 100 manns, samkvæmt því sem BBC  hefur eftir tansanískum fjölmiðlum.

Ótti og örvænting hefur gripið um sig hjá íbúum nærri slysstað og margir bíða þess að heyra af afdrifum ættingja sinna og annarra nákominna.

 

 

 

 

til baka