sun. 23. sept. 2018 21:49
Alyssa Milano ávarpar Trump heldur óblíðlega í sínu tísti og skipar honum að hlusta.
Konur svara Trump með nýju myllumerki

Tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á Twitter þar sem hann dró í efa sannleiksgildi frásagnar Christine Blasey Ford, sem sakað hefur Kavanan­augh, dóm­ara­efni Trumps, um kyn­ferðis­legt of­beldi þegar þau voru á tán­ings­aldri, hefur nú getið af sér nýtt myllumerki í anda #metoo. BBC greinir frá.

Forsetinn sagði á Twitter á föstudag að ef hin meinta árás hefði „verið jafnslæm og hún sagði“ hefði Ford, eða for­eldr­ar henn­ar, lagt fram kæru.

 

 

 

Nú hefur orðið til myllumerkið #WhyIDidntReport eða „af hverju lagði ég ekki fram kæru“ og þegar þetta er ritað hafa tæplega 700 þúsund tíst birst undir merkinu. Margar kvennanna tala um hvernig þær hafi upplifað skömm og fundist þær vanmáttugar. Þá hafi þær upplifað ótta við að vera ekki trúað. Þær hafi hins vegar eytt mörgum árum og jafnvel áratugum í að reyna að vinna úr erfiðri reynslu eða gleyma henni.

Frétt mbl.is: Dregur frásögnina í efa

Margar þekktar leikkonur hafa stigið fram undir merkinu og sagt af hverju þær kærðu ekki. Ein þeirra er Alyssa Milano sem var áberandi í #metoo-byltingunni.

Hún ávarpar Trump í tístinu og segir honum frekar óblíðlega að hlusta. „Ég hef tvisvar orðið fyrir kynferðisofbeldi. Í annað skiptið þegar ég var unglingur. Ég kærði aldrei til lögreglu og það tók mig 30 ár að segja foreldrum mínum.“

 

 

 

 

 

 




til baka