þri. 16. okt. 2018 22:06
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Stoppið bílalestina eða missið bæturnar

Donald Trump Bandaríkjaforseti varaði í dag stjórnvöld í Hondúras við því að ríkið verði af milljónum dollara fjárhagsaðstoð hindri þau ekki 2.000 manna bílalest hælisleitenda frá því að komast til Bandaríkjanna og leita þar hælis.

Hópurinn er að reyna að sleppa úr fátækt og ofbeldi í heimalandinu og halda norður eftir í gegnum Gvatemala og Mexíkó í átt að landamærum Bandaríkjanna.

Eitt af helstu baráttumálum Trumps í forsetatíð hans hefur verið að fækka ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum. Sagði forsetinn á Twitter í dag að bundinn yrði endir á fjárhagsaðstoð Bandaríkjanna til Hondúras, en hún átti að nema tæpum 66 milljónum dollara á næsta ári.

„Bandaríkin hafa tilkynnt forseta Hondúras að ef að bílalestin stóra sem er á leið til Bandaríkjanna verði ekki stöðvuð og henni snúið aftur til Hondúras þá hættum við samstundis að gefa meiri pening eða aðstoð!“ sagði í færslunni.

 

 

 AFP-fréttastofan segir ólíklegt að bílalestin nái takmarki sínu, en yfirvöld í Gvatemala hafa þegar tilkynnt að þau muni stöðva för hennar. Sagði í yfirlýsingu stjórnvalda þar í landi að „hópum fólks án réttrar vegabréfsáritunar“ yrði vísað frá.

til baka