þri. 11. des. 2018 17:23
Brimnes RE.
Fáeinir metrar skildu á milli skipa

Litlu munaði að togari og hvalaskoðunarskip skyllu saman í Reykjavíkurhöfn í nóvember í fyrra. Þegar styst var á milli skipanna tveggja voru ekki nema 3-4 metrar sem skildu á milli.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur kveðið á um að sökina á slysi því sem nánast varð eigi skipstjóri hvalaskoðunarskipsins, Eldeyjar. Skipstjóri Brimness RE-27, togarans, fylgdi reglum, segir skýrslan, en ekki skipstjóri Eldeyjar.

 

Þegar þetta bar til var Eldey á leið til hafnar en Brimnes á leiðinni út. Skipstjórarnir vissu ekki af hvor öðrum. Brimnes var á tveggja hnúta hraða á leið út úr hafnarmynninu er Eldey kom aðvífandi á 11 hnúta hraða. Innan hafnarinnar má ekki sigla hraðar en sem svarar 4 hnútum.

Þegar skipstjóri Brimness sá Eldeyju reyndi hann að ná sambandi við skipið í talstöð en án árangurs. Eldey brást ekki við þeim köllum og því varð næstum slys. Skipstjórinn sagðist hafa verið með hugann við siglinguna. Skipin náðu að hægja á sér og beygja hvort frá öðru.

til baka