mán. 17. des. 2018 09:33
350 milljónir til 21 fyrirtækis

Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 21 nýsköpunarfyrirtækis og frumkvöðlum til samninga um nýja verkefnisstyrki fyrir 350 milljónir króna. Á haustmisseri bárust sjóðnum 224 umsóknir.

Á árinu hafa sjóðnum borist alls 602 umsóknir, sem er 19% aukning frá síðasta ári. Fjármagn sjóðsins var að mestu óbreytt frá fyrra ári og því lækkar hlutfall styrktra verkefna af fjölda umsókna árið 2018 í 14% í samanburði við 20% á síðasta ári, samkvæmt tilkynningu.

Sjóðurinn heyrir undir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hann starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun, nr. 75/2007. Hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi.

Upplýsingar um styrkina

til baka