mið. 19. des. 2018 09:02
Unicef stóð að flutningi bóluefnisins um 40 kílómetra yfir bratta fjallgarða,
Bóluefni flutt með dróna á afskekkt svæði

Barn á lítilli eyju í Kyrrahafi varð á dögunum fyrsta manneskja sögunnar til þess að fá bóluefni sem send hafði verið á staðinn með dróna.

BBC greinir frá því að Unicef hafi staðið að flutningi bóluefnisins um 40 kílómetra yfir bratta fjallgarða, sem annars hefði tekið fjölmargar klukkustundir að komast yfir.

Um fimmtungur barna á eyjunni Vanuatu fær aldrei bólusetningu vegna birgðaskorts, en Sameinuðu þjóðirnar vona að með tilkomu dróna verði framtíð bólusetninga á afskekktum svæðum tryggð.

Forstjóri Unicef, Henrietta Fore, segir um að ræða stórt skref í heilsugæslu heimsins. „Heimurinn á enn erfitt með að ónæma börnin sem erfiðast er að ná til, en drónatækni getur skipt sköpum í að koma lyfjum síðustu kílómetrana og til barnanna.“

til baka