þri. 15. jan. 2019 08:43
Pétur Jóhann Sigfússon mætir aftur á skjáinn í vetur með draugasögur og viðtöl við þekkta Íslendinga, sem tekin verða á eyðibýlum út um allt land.
Leitar að draugalegum tökustöðum

„Ég trúi ekki á drauga,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon sem leitar nú engu að síður að ábendingum um staði þar sem sagt er reimt, eða draugar á ferli. Ástæðan er ný sjónvarpsþáttasería sem hann og Ragnar Eyþórsson framleiða fyrir Stöð 2 í vetur. 

Í spjalli við Huldu og Loga sagðist hann spenntur fyrir verkefninu, en tökur hefjast í febrúar og þá munu þeir Pétur og Ragnar flakka um landið og gista á eyðibýlum ásamt einum gesti, eða viðmælanda þáttarins, sem verður einhver þekktur Íslendingur.  

Pétur segist ekki trúa á drauga en hann segir Eyþór hins vegar mjög næman og því aldrei að vita hvernig þeir upplifi hvern stað um sig. Þeir félagar óska nú eftir ábendingum um áhugaverða tökustaði á draugar@stod2.is og munu tökur fara fram í öllum landsfjórðungunum.

Viðtalið úr síðdegisþættinum á K100 við hinn óborganlega Pétur Jóhann má nálgast hér að neðan.

 

https://k100.mbl.is/brot/spila/5461/

 

 

til baka