lau. 19. jan. 2019 18:43
Kristján Andrésson rćđir viđ sína menn í kvöld.
Kristján međ fullt hús - Frakkar á toppinn

Svíţjóđ, undir stjórn Kristján Andréssonar, er búiđ ađ vinna alla fimm leiki sína á heimsmeistaramóti karla í handbolta. Lćrisveinar Kristjáns unnu öruggan 35:23-sigur á Túnis í Herning í dag og komst fyrir vikiđ í toppsćti milliriđils 2.

Jafnrćđi var međ liđunum framan af og var stađan 8:8 um miđbik fyrri hálfleiks. Svíar voru hins vegar sterkari síđari hluta hálfleiksins og var stađan í leikhléi 19:14 og var Túnis ekki líklegt til ađ jafna í seinni hálfleik. 

Niclas Ekberg og Andreas Nilsson skoruđu báđir sjö mörk úr sjö skotum hjá Svíum og Mosbah Sanai skorađi sex fyrir Túnis. Danir geta jafnađ Svía á toppi riđilsins međ sigri á Ungverjum síđar í kvöld. 

Frakkar skelltu sér á toppinn í milliriđli 1, riđli Íslands, međ 33:30-sigri á Spánverjum í hörkuleik í Köln. Frakkar lögđu gruninn ađ sigrinum međ góđri byrjun í seinni hálfleik og var munurinn fimm mörk, 30:25, ţegar skammt var eftir. 

Dika Mem og Ludovic Fabregas skoruđu sex mörk hvor fyrir Frakka og Ferrán Solé skorađi ellefu mörk fyrir Spánverja. Frakkar er međ fimm stig og á toppi riđilsins og ţar á eftir koma Króatar međ fjögur stig og Ţýskaland međ ţrjú. 

til baka