sun. 20. jan. 2019 09:00
Domagoj Duvnjak og félagar í liði Króatíu mæta Brasilíu í Köln klukkan 17 í dag.
Tíu sunnudagsleikir á HM

Dagskrá heimsmeistaramóts karla í handknattleik er jafnþétt í dag og hún var í gær. Tíu leikir fara fram, fjórir þeirra í milliriðlum keppninnar en síðan verður spilað um öll sætin frá 13. sæti og niður úr.

Þau tólf lið sem ekki komust í milliriðla leika því öll sinn síðasta leik á mótinu í dag eða kvöld.

Ísland á seinni leik dagsins í milliriðli eitt í Köln og mætir þar heimsmeisturum Frakka en á undan leika Brasilía og Króatía.

Aron Kristjánsson og Patrekur Jóhannesson mætast með lið sín, Barein og Austurríki, í leik um 19. sætið í Kaupmannahöfn og þar verður Dagur Sigurðsson einnig með lið Japans sem leikur við Angóla um 23. sætið á mótinu.

Leikir dagsins eru þessir:

Milliriðill I í Köln:
17.00 Brasilía - Króatía
19.30 Ísland - Frakkland

Milliriðill II í Herning:
17.00 Ungverjaland - Túnis
19.30 Noregur - Egyptaland

Leikir um sæti í Köln:
12.00 Makedónía - Síle um 15. sætið
14.30 Rússland - Katar um 13. sætið

Leikir um sæti í Kaupmannahöfn:
14.30 Japan - Angóla um 23. sætið
14.30 Kórea - Sádi-Arabía um 21. sætið
17.00 Barein - Austurríki um 19. sætið
19.30 Serbía - Argentína um 17. sætið

til baka