þri. 22. jan. 2019 11:30
Chris Brown hefur áður komist í klandur fyrir að beita konur ofbeldi.
Chris Brown grunaður um nauðgun

Tónlistarmaðurinn Chris Brown er í varðhaldi í París eftir að kona lagði fram kæru á hendur honum vegna nauðgunar. Sagt er að Brown hafi nauðgað konunni 15. janúar eftir að hann hitti hana á næturklúbbi í frönsku höfuðborginni.

Samkvæmt AP-fréttaveitunni eru tveir aðrir í varðhaldi auk Brown, annar þeirra lífvörður tónlistarmannsins.

Brown var tekinn til fanga í gær og var enn í haldi í dag á meðan málið er til rannsóknar.

Útgáfufyrirtæki Brown, Sony Music, hefur ekki tjáð sig um málið.

Chris Brown er þekkt­ur fyr­ir of­beld­is­hegðun sína síðustu ár er hann var dæmd­ur fyr­ir að beita fyrr­verandi kær­ustu sína, Ri­hanna, of­beldi árið 2009. Hann fékk 5 ára skil­orðsbundið fang­elsi og þurfti að sinna sam­fé­lagsþjón­ustu. 

til baka