lau. 23. feb. 2019 15:40
Hljómsveitin Hatari stígur síðust á svið.
Friðrik Ómar fyrstur og Hatari síðastir

Búið er að opinbera í hvaða röð lögin sem komust í úrslit Söngvakeppninnar 2019 verða flutt í Laugardalshöll 2. mars. Fimm lög keppast þar um að taka þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision-keppninni sem fer fram í Tel Aviv í Ísrael um miðjan maí.

Greint er frá röðinni á vef RÚV en hún er sem hér segir:

Hvað ef ég get ekki elskað  Friðrik Ómar
Mama said — Kristina Bærendsen
Fighting for love — Tara Mobee
Moving on — Hera Björk
Hatrið mun sigra — Hatari

Kosið verður í tveimur umferðum en í fyrri umferðinni er kosið á milli allra laganna. Alþjóðleg dómnefnd hefur helmingsvægi á móti símakosningu almennings. Lögin sem hafna í tveimur efstu sætunum fara í einvígi um hvort þeirra verður framlag Íslands í Eurovision.

Almenningur kýs síðan á milli laganna tveggja sem komast í einvígið. Atkvæði sem þau lög hlutu í fyrri kosningunni, frá dómnefnd og almenningi, fylgja þeim inn í seinni kosningu. Stigahæsta lag kvöldsins verður framlag Íslands í keppninni í maí.

til baka