lau. 23. feb. 2019 15:53
Frá Edduhátíðinni í gær.
Gagnrýna RÚV fyrir vanvirðingu

„Sú ákvörðun RÚV, að snýta af afhendingum fagverðlauna Eddunnar, fyrir útsendingu og sýna þau síðan í klipptum stubbum án þakkarræðna, lýsir vanvirðingu við störf þeirra fjölmörgu fagaðila sem standa að baki íslenskrar kvikmyndagerðar.“

Þetta kemur fram í ályktun frá Félagi íslenskra kvikmyndatökustjóra í kjölfar Edduhátíðarinnar sem fór fram í gærkvöldi.

„Stjórnendur RÚV detta í þá gryfju að eyða bróðurparti útsendingartíma í að upphefja eigin verk á kostnað fagmanna í geiranum,“ kemur enn fremur fram í ályktuninni.

Eddan sé uppskeruhátíð kvikmyndagerðar á Íslandi, ekki árshátíð sjónvarpsstöðva. Félagið krefst þess að stjórnendur RÚV og stjórn Eddunnar taki á þessu og komi í veg fyrir að slíkt verði framtíðarformið á hátíðinni.

til baka