fim. 21. mars 2019 12:28
Farið verður í heildarúttekt á húsnæði Varmárskóla.
Gera heildarúttekt á Varmárskóla

Gerð verður úttekt á öllu skólahúsnæði Mosfellsbæjar og heildarúttekt á húsnæði Varmárskóla. Þetta var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í gær. 

Ef fram koma merki um örveruvöxt í þeirri skoðun verði strax gerð áætlun um úrbætur og ráðist í þær. Þrátt fyrir þær þrjár úttektir sem Efla hefur gert á húsnæði Varmárskóla og úrbætur í kjölfar þeirra eru enn uppi efasemdir í skólasamfélaginu í Mosfellsbæ um að nóg sé að gert. Þetta segir í fundargerð

Frá því fyrsta sjónskoðun Eflu var gerð árið 2017 hefur verið þrýst á bæjaryfirvöld um heildarúttekt á skólahúsnæðinu. Á Facebook-síðu íbúa Mosfellsbæjar gagnrýna margir skeytingarleysi bæjarstjórnar um nauðsynlegar úrbætur á skólahúsnæðinu.  

Frétt mbl.is: Eng­in „bráð hætta á ferð“

Fréttin var uppfærð kl. 14:50

 

 

til baka