fim. 21. mars 2019 12:26
Ein af Airbus A321 vélum WOW air.
WOW-vélar nýtast Air Canada vel

Airbus A321 flugvélarnar sem Air Canada fékk frá WOW air í janúar, nokkuđ fyrr en áćtlađ hafđi veriđ vegna fćkkunar flugvéla hjá WOW air, munu nýtast félaginu viđ ađ viđhalda flugáćtlun nú ţegar Air Canada hefur ţurft ađ kyrrsetja 24 Boeing 737 MAX8 vélar sem eru í flota félagsins. Air Canada ćtlar ađ kyrrsetja vélarnar hiđ minnsta til 1. júlí. Ţetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

WOW ákvađ í desember ađ losa sig viđ vélarnar fjórar sem höfđu veriđ í kaupleigu frá árinu 2014 til Air Canada. Félagiđ losađi sig á svipuđum tíma viđ nokkrar ađrar flugvélar fyrirtćkisins. Var vísađ til endurskipulagningar á rekstri WOW air ţar sem leggja átti áherslu á upphaflega lágfargjaldamódeliđ.

mbl.is

Í tilkynningu Air Canada kemur fram ađ Boeing 737 MAX8 vélar fyrirtćkisins hafi stađiđ undir 6% af heildarfjölda fluga hjá félaginu, en ađ vegna afleiddra áhrifa hafi heildaráhrifin veriđ nokkuđ meiri. Segir félagiđ ađ ţegar sé búiđ ađ fylla upp í 98% af flugáćtlun aprílmánađar og ađ unniđ sé ađ flugáćtlun fyrir maímánuđ. Hins vegar ţurfi ađ gera ráđstafanir lengra inn í framtíđina ţar sem félagiđ ćtli ekki ađ taka 737 MAX vélarnar í notkun fyrr en í fyrsta lagi 1. júlí.

til baka