fim. 18. apr. 2019 05:30
Hallgrímskirkja.
Huga að brunavörnum í Hallgrímskirkju

Hafist verður handa við að skipta um lyftu í Hallgrímskirkjuturni eftir páska.

Framkvæmdir hefjast 23. apríl og þeim á að ljúka 27. maí. Á meðan verður turninn lokaður, þar sem stiginn er aðeins notaður sem neyðarútgangur, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Yfir standa umbætur á brunavörnum í kirkjunni, sem framkvæmdastjóri hennar segir að sé ekki síst jákvætt í ljósi þess sem kom fyrir Notre Dame í París á mánudaginn var.

til baka