fim. 18. apr. 2019 07:51
Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út, en blessunarlega var hægt að afturkalla flesta.
Eldur kviknaði í borðskreytingu

Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var sent af stað um kl. 7 í morgun vegna tilkynningar um eld í matsal á hjúkrunarheimili í Boðaþingi í Kópavogi.

Eldurinn reyndist minniháttar og samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu náðu öryggisverðir á staðnum að slökkva eldinn áður en slökkviliðið mætti á staðinn, en þónokkuð mikill reykur myndaðist.

Talið er að kviknað hafi í borðskreytingu í matsalnum. Slökkviliðið sendi allan sinn þunga af stað vegna útkallsins, enda um hjúkrunarheimili aldraðra að ræða, en á endanum var það einungis ein stöð sem fór alla leið og sinnti reykræsingu.

til baka