þri. 21. maí 2019 05:30
 Kortið er nú með QR-kóða frá Sönnum landvættum (sannir.is) sem veitir frían aðgang að salernum sem fyrirtækið rekur. 
Landsdómur
Salerniskort CCU hafa opnað fólki dyr

Salerniskort CCU samtakanna kom út á liðnu hausti og hefur það þegar reynst félagsmönnum samtakanna vel, að sögn Eddu Svavarsdóttur, formanns CCU samtakanna.

„Kortið er gert til að auðvelda fólki að biðja um aðgang að salerni í neyðartilfellum án þess að þurfa að fara út í miklar útskýringar. Það getur verið viðkvæmt mál,“ sagði Edda. Hún sagði að fólki hefði verið neitað um aðgang að salernum sem ekki eru ætluð almenningi, t.d. í verslunum, bönkum og ýmsum fyrirtækjum.

„Við höfum fengið jákvæð viðbrögð við kortinu og félagsmenn CCU hafa fengið aðgang að salernum sem þeir hefðu ella ekki fengið. Vonandi er þetta að virka og hjálpa fólki,“ segir Edda í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Einkenni sáraristilbólgu (Colitis Ulcerosa) og svæðisgarnabólgu (Crohn's sjúkdóms) sjást ekki utan á fólki. Þessir sjúkdómar eru ekki algengir og er talið að um hálft prósent íslensku þjóðarinnar sé með þá og yfir tíu milljónir manna í heiminum. Sjúkdómarnir leggjast jafnt á konur og karla. Þeir geta greinst á öllum aldri en ekki síst hjá þeim yngri.

 

til baka