fim. 14. nóv. 2019 17:12
„Hands-on“ kynlífsmarkþjálfar hafa það hlutverk að fylgjast með fólki í rekkjubrögðum og leiðbeina því með betri árangur að markmiði.
Kynlífsmarkþjálfi til að bæta samlíf

Kristín Þórisdóttir er markþjálfi og er í framhaldsnámi í kynlífsmarkþjálfun. Hún segir að enn í dag sé kynlífsumræðan mikið feimnismál. Þeim fari þó fjölgandi sem leita sér hjálpar við að bæta samlíf sitt við makann. Kynlífsmarkþjálfinn hjálpar pörum að tjá sig hvert við annað og vera opinskátt um langanir sínar og þrár í kynlífinu. 

Í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 sagði Kristín það alþekkt að pör, sem hafa verið lengi saman, upplifi tilbreytingarleysi. Þar sem kynlíf sé persónulegt og mikið feimnismál eigi fólk erfitt með að tjá sig við hvort annað, hvað þá við aðila sem það þekkir lítið sem ekkert.

Mætir ekki í svefnherbergi til fólks

Þó kynlífsmarkþjálfun sé mjög persónuleg segir Kristín að hún hitti fólk fyrst og fremst í viðtölum en standi ekki yfir fólki í svefnherberginu. „Hands-on“ kynlífsmarkþjálfar er þó eitthvað sem ekki er óþekkt fyrirbæri, að sögn Kristínar. Þeir hafa þá það hlutverk að fylgjast með fólki í rekkjubrögðum og leiðbeina því með betri árangur að markmiði.

 


  

til baka