lau. 16. nóv. 2019 13:27
Drottningin reynir að halda fjölskyldunni saman.
Drottningin reynir að sameina fjölskylduna

Elísabet Englandsdrottning er sögð heimsækja ömmustrákinn sinn Harry Bretaprins og eiginkonu hans Meghan reglulega til þess að reyna að halda fjölskyldunni saman.

Samkvæmt heimildamanni Daily Express reynir hún að hjálpa þeim hjónum að takast á við álagið sem fylgir konungslífinu. Heimildamaðurinn segir einnig að Elísabet keyri oft sjálf yfir til fjölskyldunnar litlu í Frogmore Cottage þegar hún er stödd í Windsor-kastala. 

Sögusagnir hafa verið á kreiki um ósætti á milli Harrys og bróður hans Vilhjálms. Þá hafa Harry og Meghan bæði tjáð sig um álagið sem fylgir því að vera í konungsfjölskyldunni. Meghan hefur viðurkennt að sér hafi liðið illa um tíma vegna breskra fjölmiðla. 

Meghan og Harry ætla ekki að eyða jólunum með fjölskyldunni í Sandringham og samkvæmt Daily Express er sú ákvörðun tekin með blessun drottningarinnar. Þau eru sögð hitta drottninguna mjög oft nú eftir að þau fluttu í Frogmore Cottage og er það meðal annars ástæðan af hverju þau ákváðu að heimsækja hana ekki í lok sumars til Skotlands. 

til baka