fim. 14. nóv. 2019 23:41
Hildur (5) fylgist með Söru Rún Hinriksdóttur sækja að körfu Búlgaríu.
„Erfitt að elta allan leikinn“

Hildur Björg Kjartansdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 15 stig í tapleiknum gegn Búlgaríu í undankeppni EM í Laugardalshöllinni í kvöld. 

Fimmtán

„Já ég viðurkenni að þetta eru vonbrigði. Þær hittu á rosalega góðan leik í kvöld og við tókukm ekki nógu vel á móti þeim í vörninni. Þær settu niður skot úr erfiðum færum,“ sagði Hildur en Búlgaría náði tíu stiga forskoti strax á upphafsmínútunum. 

„Það var erfitt að elta allan leikinn. Það sést á úrslitunum að þessar upphafsmínútur höfðu töluvert að segja. Þá náðu þær tíu stiga forskoti og unnu með fimmtán stiga mun. Við náðum nokkrum sinnum að komast nálægt þeim en fengum þá yfirleitt þrista í andlitið. Að sama skapi settum við ekki niður þriggja stiga skotin okkar. Skotnýtingin var í þristunum var ekki nema 16% og það er ekki nógu gott, hvað þá á heimavelli. Auk þess getur það verið sálrænt gott að þegar þristarnir fara niður en þegar þeir gera það ekki þá vindur það upp á sig.“

Hildur sagði ekkert í leik Búlgaríu hafa komið á óvart. „Við vorum búnar að skoða þær og sáum að þær keyra á körfuna og reyna að komast að henni og skora auðveldar körfur. Við vissum hvað var að fara að gerast en einhvern tókum við ekki nógu vel á móti þeim. Þær spiluðu á svipðan hátt og þær hafa gert,“ sagði Hildur Björg Kjartansdóttir. 

til baka