fös. 15. nóv. 2019 08:08
Dagný Brynjarsdóttir
„Fjölskyldan er mikilvægari“

Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er búin að semja við Selfoss til tveggja ára eins og fram kom í blaðinu í gær.

Um miklar gleðifréttir er að ræða fyrir Selfyssinga enda Dagný ein sigursælasta knattspyrnukona Íslands frá upphafi á erlendum vettvangi eftir að hafa orðið meistari bæði í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Tíðindin eru hins vegar ekki uppörvandi fyrir knattspyrnukonur því Dagný segir fjölskyldulífið ekki hafa gengið upp í atvinnumennskunni.

„Eins og kvennaboltinn er núna þá er hann ekki fjölskylduvænn. Ég þurfti bara að velja á milli þess að vera með fjölskyldunni eða vera í atvinnumennsku. Við hefðum getað verið áfram úti en það hefði verið algert hark.

Það eru ekki miklir peningar í þessu og þar sem maðurinn minn var ekki í vinnu þá er vinnutapið mikið. Þegar maður er kona í fótbolta þá getur maður ekki einbeitt sér að því á háum launum eins og hjá körlunum,“ sagði Dagný og hún skoðaði hvernig næsta keppnistímabil í Bandaríkjunum liti út gagnvart samverustundum með syninum.

Sjá greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

til baka