fös. 15. nóv. 2019 12:00
Barnsránið er sjötta bókin sem blaðamaðurinn og rithöfundurinn Guðrún Guðlaugsdóttir skrifar um blaðamanninn Ölmu Jónsdóttur.
Yfirgef Ölmu ekki alveg strax

Alma Jónsdóttir birtist lesendum fyrst í bókinni Beinahúsið árið 2014. Síðan hefur hver bókin rekið aðra og fyrir stuttu kom út sjötta bókin um Ölmu og glímu hennar við glæpamenn og heitir Barnsránið.

Höfundur Ölmubókanna er blaðamaðurinn og rithöfundurinn Guðrún Guðlaugsdóttir sem sneri sér að glæpunum eftir að hafa skrifað ýmsar bækur aðrar. Hún segir að þegar hún hafi hafist handa við skrifin hafi hún velt því fyrir sér að kannski væri hún búin að skrifa nógu margar bækur um Ölmu, „en svo bara fór ég að sakna hennar. Ég var komin með nýja aðalpersónu en ákvað svo að nota hana bara með Ölmu, þannig að ég yfirgef Ölmu ekki alveg strax ef ég gef út fleiri bækur.

Það er samt aldrei gáfulegt að lofa of miklu. Sigurjón tengdasonur minn sagði við mig þegar ég var að byrja að skrifa: Í guðanna bænum ekki segja að þetta sé þríleikur, þá ertu föst í því sem eftir er. Ég gerði það þess vegna ekki og hef haft þetta hugfast að lofa engu, því það getur svo margt komið fyrir.“

– Hver bók klárast, en samt eru alltaf einhverjir endar sem hægt er að toga í seinna.

„Já, mikil ósköp. Alma er fullfrísk manneskja, meira að segja atvinnulaus, hún hefur mikla möguleika á að gera ýmislegt og ég er farin að velta fyrir mér hvað hún eigi að gera í stöðunni.“

– Sérðu fyrir þér að hún fari að vinna við eitthvað annað en blaðamennsku?

„Ef ég ætti að giska á eitthvað, þá fer hún kannski að skrifa eitthvað, meira en ættarsöguna. Hún er hvort eð er á atvinnuleysisbótum og á margt ógert.“

Viðtalið í heild má lesa í Morgunblaðinu í dag.

til baka