fös. 15. nóv. 2019 09:38
Marcello Lippi.
Sagđi af sér á fréttamannafundi

Ítalinn Marcelo Lippi, landsliđsţjálfari Kína í knattspyrnu, var fljótur ađ bregđast viđ eftir 2:1 tap Kínverja gegn Sýrlendingum í undankeppni HM í Dubai í gćrkvöld.

Strax eftir leikinn sagđi Lippi upp starfi sínu en hann tók á nýjan leik viđ ţjálfun kínverska landsliđsins eftir ađ hafa hćtt í janúar. Lippi tilkynnti um ákvörđun sína á fréttamannafundi eftir leikinn.

„Okkur tókst ađ vinna veikari andstćđinga eins og Maldíveyjar og Guam en ţegar viđ mćttum sterkari liđum eins og Filippseyjum og Sýrlandi gátum viđ ekki spilađ okkar eigin fótbolta. Ég fékk vel borgađ og ég tek fulla ábyrgđ. Ég tilkynni nú afsögn mína og mun ekki verđa lengur ţjálfari Kína,“ sagđi Lippi.

Eftir fjórar umferđir í riđlinum er Kína međ 7 stig eins og Filippseyjar en Sýrland trónir á toppnum međ 12 stig. Kínverjum hefur ađeins einu sinni tekist ađ komast í lokakeppni HM en ţađ var áriđ 2002 ţar sem ţeir töpuđu öllum leikjum sínum án ţess ađ skora mark.

 

til baka