sun. 17. nóv. 2019 16:22
Barnapúður frá Johnson & Johnson. Forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins segja engar asbest leifar hafa fundist í púðrinu í nýjum rannsóknum óháðra rannsókarstofa.
Fundu ekkert asbest í barnapúðrinu

Forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins Johnson & Johnson flýttu sér í síðasta mánuði til að láta gera rannsóknir á barnapúðrinu sem fyrirtækið framleiðir, eftir að bandaríska lyfjaeftirlitið (FDA) fann leifar af asbest í brúsa af barnapúðri.

Greint var frá því lok síðasta mánaðar að John­son & John­son hefðu látið innkalla 33.000 flösk­ur af barna­púðri eftir að FDA tilkynnti um þennan fund, en innköllunin takmarkaðist við eina fram­leiðslu­lotu, núm­er 22318RB, sem fram­leidd var og fór í dreif­ingu og sölu í Banda­ríkj­un­um á síðasta ári.

11 dögum síðar tilkynnti fyrirtækið svo við athugun óháðra rannsóknarstofa hefðu engar slíkar leifar fundist í púðrinu.

Wall Street Journal greinir frá og segir niðurstöður rannsóknarinnar þó hafa verið flóknari en lyfjafyrirtækið greindi frá, en forsvarsmenn Johnson & Johnson lögðu mikla áherslu á að klára rannsóknina sem fyrst.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/10/20/innkalla_33_000_floskur_af_barnapudri/

Wall Street Journal segir að rannsóknarfyrirtækið sem lyfjafyrirtækið fékk til verksins hefði breytt sínu hefðbundna vinnsluferli til að mæta kröfu Johnson & Johnson að því er fram kemur í skýrslunni og var því einnig notað við rannsóknina tilraunaherbergi sem venjulega er notað til að rannsaka leifar af byssupúðri í glæparannsóknum. Við upphaflegu rannsóknina fann rannsóknarstofan leifar af asbesti í sumum sýnanna, en ákvarðaði síðar að um væri að ræða mengun frá loftræstikerfi herbergisins. Við endurprófanir í rannsóknarstofunni sem venjulega er notuð til slíkra verka greindist ekkert asbest.

Annað rannsóknarfyrirtæki sem einnig var fengið til að rannsaka barnapúðrið greindi Johnson & Johnson frá því að engar leifar af asbesti hefðu fundist við forkönnun, en rannsókninni var þó ekki að fullu lokið þegar lyfjafyrirtækið tilkynnti að engar asbestleifar hefðu greinst.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/12/14/vissu_vel_af_asbesti_i_barnapudrinu/

Forsvarsmenn Johnson og Johnson segja málið enn vera í skoðun og sýni verði áfram tekin við framleiðslu barnapúðursins.

Um 16.000 þúsund kon­ur hafa höfðað mál á hend­ur hrein­læt­is- og lækn­inga­vöru­fram­leiðand­an­um þar sem þær telja að talkúm í barna­púðri frá fyr­ir­tæk­inu hafi valdið þeim krabba­meini. Dóm­ar hafa fallið í nokkr­um mál­anna og skaðabæt­ur verið greidd­ar í ein­hverj­um þeirra. Kon­urn­ar höfðu notað barna­púðrið, eða annað sam­bæri­legt púður frá fyr­ir­tæk­inu, í kring­um kyn­fær­in á sér í hrein­læt­is­skyni. Sjálft barna­púðrið hef­ur hins veg­ar verið notað ára­tug­um sam­an á húðfell­ing­ar barna og á bleyju­svæði til að koma í veg fyr­ir roða og út­brot.

Í um­fjöll­un Reu­ters-frétta­stof­unn­ar á síðasta ári var full­yrt að stjórn­end­ur John­son & John­son hafi vitað að asbest­mengað talkúm hafi verið notað í barna­púðrið ára­tug­um sam­an. Og að reynt hafi verið að hylma yfir það.

For­svars­menn lyfjafyrritækisins full­yrða hins vegar að talkúmið sem notað er í vör­ur þeirra sé ekki asbest­mengað. 

til baka