Sigríđur Björk Guđjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuđborgarsvćđinu, segir stofnun lögregluráđs jákvćtt skref í löggćslumálum hér á landi og tekur undir međ Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráđherra ađ ráđiđ muni tryggja ađ lögreglan myndi eina samhenta heild og minnka ţá togstreitu sem hefur veriđ innan lögreglunnar.
Áslaug Arna kynnti nýtt lögregluráđ á blađamannafundi í dag. Í ţví munu allir lögreglustjórar landsins sitja, auk ríkislögreglustjóra, sem verđur formađur ráđsins.
„Ţetta er mjög góđ hugmynd og okkur líst mjög vel á ţetta hjá LRH,“ segir Sigríđur Björk í samtali viđ mbl.is.
Eđlilegt ađ reynslan nýtist áfram innan kerfisins
Haraldur Johannessen lćtur af störfum sem ríkislögreglustjóri eftir rúm 20 ár í embćtti, eđa frá ţví embćtti ríkislögreglustjóra var stofnađ. „Ég held ađ Haraldur hafi lyft grettistaki í löggćslu í landinu og hann hefur eflt hana og byggt hana upp og gert frábćra hluti međ ríkislögreglustjóraembćttiđ. En svo er ţađ bara ţannig ađ samfélagiđ er ađ ţróast mjög hratt og viđ ţurfum öll ađ mćta ţví,“ segir Sigríđur Björk um starfslok ríkislögreglustjóra. Sigríđur Björk er međal átta lögreglustjóra sem lýstu yfir vantrausti á Harald í haust.
Haraldur mun verđa dómsmálaráđherra til ráđgjafar varđandi málefni lögreglunnar í ţrjá mánuđi. Ađ ţví loknu tekur starfslokasamningur viđ og felur hann í sér ađ ráđherra geti leitađ sér ráđgjafar hans á fimmtán mánađa tímabili. Ađ ţví loknu fer ríkislögreglustjóri á biđlaun.
Sigríđur Björk segist ekki ţekkja starfslokasamninginn en hún telur eđlilegt ađ reynslan sé nýtt áfram innan kerfisins. „Ţađ er mikilvćgt ađ ţađ sé samfella í lögreglunni og hvernig hún ţróast.“
Kjartan Ţorkelsson hefur veriđ skipađur ríkislögreglustjóri tímabundiđ en stađan verđur líklega auglýst strax nćstu helgi. Ađspurđ hvort hún hafi leitt hugann ađ ţví ađ sćkja um stöđu ríkislögreglustjóra skellir Sigríđur Björk upp úr og segir ekki tímabćrt ađ hugleiđa ţađ, en hún ítrekar ađ hún sé mjög ánćgđ í starfi sínu sem lögreglustjóri á höfuđborgarsvćđinu.
Samstarf lykilhugtak inn í framtíđina
Hugmyndir voru uppi um ađ sameina ţrjú lögregluembćtti; lögreglustjórann á Suđurnesjum, lögreglustjórann á höfuđborgarsvćđinu og ríkislögreglustjóra. Dómsmálaráđherra sagđi á blađamannafundi fyrr í dag ađ ţćr breytingar vćru enn til skođunar.
Sigríđur Björk telur ađ áđur en sameining embćtta verđi rćdd frekar sé rétt ađ endurmeta hlutverk ríkislögreglustjóra. „Ég held ađ ţađ sé fyrsta skrefiđ ađ vega og meta hvernig hlutverkin eiga ađ vera ţarna og ţađ er kannski ţađ sem lögreglustjórarnir hafa veriđ ađ kvarta yfir, ţeir vilja komast ađ ţessu borđi og móta ţjónustuna betur gagnvart almenningi. Viđ erum međ fólkiđ í höndunum.“
Lögregluráđ kemur ađ öllum líkindum fyrst saman fljótlega eftir áramót en Sigríđur Björk segir ađ hún eigi eftir ađ fá frekari upplýsingar um starfsemi ráđsins. „Ţetta hljómar mjög vel og viđ teljum ađ samstarf sé lykilhugtak inn í framtíđina og ţar ţurfi ađ mćtast bćđi reynsla og nýjar hugmyndir.“