fim. 12. des. 2019 18:13
Jóhanna Erla Jóhannsdóttir, starfsmaður Kaupfélags Vestur Húnvetninga, tíndi til matvöru í körfu fyrir innlyksa sveitunga sína.
Björgunarsveitir keyra út mat

Þrátt fyrir að veðurofsinn sé genginn niður á Hvammstanga er allt á kafi í snjó í bænum og nágrenni. Þegar blaðamaður mbl.is var á ferðinni í Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga var Jóhanna Erla Jóhannsdóttir, starfsmaður Kaupfélagsins, að fylla körfuna fyrir pöntun. 

Matarpöntunin kom frá einum sveitabæ á Vatnsnesi en þangað er næstum því ófært og tók því  björgunarsveitin á svæðinu að sér að keyra út matarsendingar bæði fyrir íbúa á sveitabæjum í nágrenni og alla sem þurfa á að halda í bænum.

Aðspurð segir hún að talsvert hafi verið um slíkar útkeyrslur í dag og allir hjálpist að þegar svona aftakaveður skelli á.  

 

til baka