fim. 12. des. 2019 18:31
Tæknimenn vinna að því að koma rafmagni á Dalvík.
Tæknimenn að störfum í Þór

Rafstrengur var sendur með Hercules-flugvél danska flughersins fer í varðskipið Þór sem til stendur að nýta sem rafstöð fyrir Dalvíkurbæ. Skipið liggur þar í höfn. Tæknimenn eru að störfum í varðskipinu og vinna að því að koma rafmagninu í land eins og meðfylgjandi myndir sýna.  

Þetta verður í fyrsta sinn sem varðskipið Þór er nýtt sem hreyfanleg aflstöð. Þór getur flutt 2MW af rafmagni í land en það er nóg til þess að halda meðalstóru sveitarfélagi gangandi í neyðartilvikum. Sérfræðingur skipatæknisviðs Landhelgisgæslunnar er á leið til Dalvíkur þar sem hann aðstoðar við tenginguna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 

 

til baka