fim. 12. des. 2019 18:19
Frá vettvangi leitarinnar í Sölvadal í nótt.
Hátt í 300 manns tekið þátt í leitinni

Hátt í þrjú hundruð manns hafa komið að leitinni að piltinum sem féll í Núpá í gærkvöldi. Núna eru um eitt hundrað manns að störfum á svæðinu.

Þetta segir Davíð Már Bjarnason hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Hann segir leitina vera í fullum gangi og þannig verði það þangað til annað verði ákveðið.

Meðal annars hefur fjöldi kafara tekið þátt í leitinni. 

8 kafarar

Fyrr í dag tók Hercu­les-flug­vél danska flug­hers­ins á loft frá Reykja­vík­ur­flug­velli. Um borð voru fimm starfs­menn Land­helg­is­gæsl­unn­ar, þar af fjór­ir kafar­ar, um 30 björg­un­ar­sveit­ar­menn frá Lands­björg, auk starfs­manna frá Rarik og Landsneti.

Hercules

til baka