fim. 12. des. 2019 21:50
Katrín Jakobsdóttir forsćtisráđherra.
Örlög klukkunnar ráđast í mars

Niđurstađa úr samráđsferli um stillingu klukkunnar á Íslandi mun liggja fyrir um vorjafndćgur, í mars. Ţetta segir Katrín Jakobsdóttir forsćtisráđherra.

Starfs­hóp­ur, sem Óttar Proppé heil­brigđisráđherra skipađi um still­ingu klukk­unn­ar sjö dög­um áđur en hann lét af embćtti, skilađi af sér til­lög­um fyr­ir réttu ári og voru niđur­stöđur henn­ar kynnt­ar í sam­ráđsgátt stjórn­valda, ţar sem al­menn­ingi gefst kost­ur á ađ gera at­huga­semd­ir. 1.586 um­sagn­ir bár­ust í sam­ráđsgátt­inni frá al­menn­ingi, og hafa ţćr aldrei veriđ fleiri.

„Ég ákvađ ađ fara ţessa óvenjulegu leiđ og láta reyna á kosti ţessa samráđs og er mjög ánćgđ međ útkomuna,“ segir Katrín. Margar vel rökstuddar umsagnir hafi borist.

Helstu sjónarmiđ beggja póla hafa veriđ dregin saman í skýrslu og segir Katrín ađ ţar takist einkum á ţau sem bendi á heilsufarsleg áhrif morgunbirtu, annars vegar, og ţau sem bendi á ţá heildarfćkkun birtustunda á vökutíma sem fylgja myndi breytingunni og gćtu leitt til minni útivistar og hreyfingar.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/03/12/birt_u_stund_um_myndi_faekka_um_130_a_ari/

Fundar međ fulltrúum beggja sjónarmiđa

Forsćtisráđherra mun á nćstu vikum funda međ ţeim ađilum sem sendu inn veigamiklar umsagnir, ađ sögn til ađ kafa dýpra ofan í rökstuđning ţeirra. Sjálf vill hún ekki gefa upp afstöđu í málinu, en bendir á ađ skiptar skođanir séu um máliđ ţvert á stjórnmálaflokka. Svandís Svavarsdóttir heilbrigđisráđherra lýsti ţví yfir um helgina ađ henni hugnađist seinkun klukkunnar. Hún hefđi lengi veriđ á báđum áttum, en hefđi komist ađ niđurstöđu eftir ađ hafa kynnt sér máliđ til hlítar.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/12/07/svandis_vill_seinka_klukkunni/

Til stendur ađ hćtta flakki milli sumar- og vetrartíma í ríkjum Evrópusambandsins á nćstu árum. Ekki hefur ţó veriđ tekin ákvörđun um hvort ríki sambandsins hyggist halda sig viđ sumartímann, sem ţegar er í gildi meirihluta ársins, eđa vetrartímann (sem sumir kalla náttúrulegan, ţótt klukkan sé vitanlega uppfinning mannsins). Fari svo ađ nágrannaríki okkar í Evrópu ákveđi ađ halda sig viđ sumartímann, en Íslendingar ađ seinka klukkunni, verđur ţriggja klukkutíma munur á stađartíma Íslands og meginlands Evrópu.

Spurđ hvort ekki vćri ráđlegt ađ bíđa međ ákvörđun hér á landi ţar til ríki Evrópusambandsins hafa komist ađ niđurstöđu, gefur Katrín í skyn ađ sú biđ gćti orđiđ ansi löng. Ţví standi ţađ ekki til.

til baka