fim. 12. des. 2019 21:03
Óvissustigi hefur verið aflýst.
Óvissustigi vegna hættu á snjóflóðum er aflýst

Veðurstofa Íslands hefur aflýst óvissustigi vegna hættu á snjóflóðum á Mið-Norðurlandi. Óvissustiginu var lýst yfir á þriðjudaginn, 10.desember, vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi.

Frétt mbl.is

Ákvörðunin var tekin í kjölfar mjög slæmrar veðurspár og mikillar snjókomu. Átti þetta við fjalllendi í Skagafirði, Tröllaskaga og austur fyrir Eyjafjörð. Veðurstofa fylgist að venju með frekari snjósöfnun í fjöllum. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Veðurstofunnar. 

 



til baka