fim. 12. des. 2019 22:18
Rafmagnslaust var í um 22 mínútur á Sjúkrahúsi Akureyrar þegar reynt var að tengjast landsneti.
Áfram keyrt á varavél á sjúkrahúsinu

Ekki tókst að tengja Sjúkrahús Akureyrar við rafmagn frá landsneti. Áfram verður keyrt á varavél sem sér sjúkrahúsinu fyrir rafmagni. Hún hefur verið notuð frá því klukkan þrjú á þriðjudaginn 10. desember vegna rafmagnstruflana og óstöðugrar spennu vegna óveðursins. 

Í dag varð rafmagnslaust á sjúkrahúsinu í um 22 mínútur þegar gerð var tilraun til að tengjast landsnetinu. Búnaður í aðaltöflu sjúkrahússins virkaði ekki sem skyldi vegna bilunar og því var ekki hægt að setja inn aðalrofann frá veitukerfinu. Unnið verður að því að gera við rofabúnaðinn. 

„Deildir sjúkrahússins voru undirbúnar fyrir þessa tilraun til spennusetningar. Ekki hlutust  alvarleg atvik vegna þessa.“ Þetta kemur fram á vefsíðu Sjúkrahúss Akureyrar. 

 

 

 

til baka