miđ. 29. jan. 2020 06:48
Settir í einangrun á flóttamannaeyju

Áströlsk yfirvöld ćtla ađ sćkja um 600 Ástrala sem eru í kínversku borginni Wuhan og nágrenni og fljúga međ ţá á Jólaeyju, eyju sem yfirleitt hýsir fólk á flótta sem hefur sótt um alţjóđlega vernd í Ástralíu. Eyjan er í um 2 ţúsund km fjarlćgđ frá meginlandi Ástralíu. Ţar verđur ţeim haldiđ í einangrun.

Samkvćmt upplýsingum frá kínverskum yfirvöldum eru 132 látnir af völdum kórónaveirunnar og 6.057 smitađir. Grunur leikur á ađ rúmlega 9.200 séu smitađir og alls hafa smit veriđ stađfest í 16 löndum til viđbótar. 

Forsćtisráđherra Ástralíu, Scott Morrison, segir ađ fólk sem er veikt fyrir, svo sem börn, eldri borgarar og ţeir sem voru í stuttri heimsókn til Wuhan og nćrliggjandi stađa í Hubei-hérađi, gangi fyrir viđ brottflutninginn frá Kína. 

Ađ sögn Morrison er unniđ ađ brottflutningi frá Kína í samstarfi viđ Nýja-Sjáland en í hans huga sé öryggi Ástrala forgangsatriđi. Hann segir ađ vinna ţurfi hratt ađ málinu ţar sem ekki sé mikill tími til stefnu en kínversk yfirvöld hafa lokađ Hubei-hérađi ađ mestu til ţess ađ reyna ađ koma í veg fyrir útbreiđslu veirunnar. 

Morrison segir ađ fólki verđi haldiđ í einangrun á Jólaeyju í tvćr vikur. Eyjan er helst ţekkt fyrir flóttamannabúđir sem ţar voru. Hćlisleitendur sem reyndu ađ komast til Ástralíu sjóleiđina voru fluttir ţangađ og haldiđ, oft viđ slćmar ađstćđur.

Ekki er vitađ hversu mörgum Áströlum verđur hćgt ađ koma frá Kína og segir utanríkisráđherra Ástralíu, Marise Payne, ađ sótt hafi veriđ um heimild til ţess ađ fljúga međ fólkiđ frá Wuhan. 

Stjórnvöld í Japan og Bandaríkjunum hafa ţegar flutt hundruđ landa sinna frá Wuhan. Um 30 milljónir manna eru lokađir inn í Wuhan og nágrenni. 

 

til baka