lau. 11. júlí 2020 09:40
„Nauđgunarmenning - á hreyfingu!“

Ţúsundir tóku ţátt í mótmćlum í Frakklandi í gćr en fólkiđ krefst ţess ađ innanríkisráđherra landsins segi af sér. Ráđherrann, Gérald Darmanin, er til rannsóknar í nauđgunarmáli en hann neitar sök.

Mótmćlendur komu saman í París, Bordeaux, Lyon, Toulouse og fleiri borgum. Gengu ţeir međ spjöld međ áletrunum eins og: „Nauđgunarmenning - á hreyfingu!“ (la culture du viol En Marche) en ţar vísa ţeir í slagorđ stjórnmálaflokks forseta Frakklands, Emmanuel Macron, La République En Marche (LREM). 

 

Jafnframt mótmćlti fólkiđ skipan Eric Dupond-Moretti í embćtti dómsmálaráđherra en hann er ţekktur lögmađur frćga fólksins og hefur ekki fariđ leynt međ gagnrýni sína á #MeToo hreyfingunni.

Anouck Lagarrige, sem er 22 ára, tók ţátt í mótmćlunum í Toulouse en hún segir í samtali viđ AFP-fréttastofuna ađ hún hafi fariđ ađ gráta ţegar hún frétti af ţessum tilnefningum. „Ég grét ţví ég er sjálf ţolandi nauđgunar. Fyrir mig og alla ađra ţolendur er ţetta móđgun.“

 

Darmanin var skipađur í embćtti ţrátt fyrir ađ vera ađ kona hafi lagt fram kćru á hendur honum. Sakar hún Darmanin um ađ hafa nauđgađ sér ţegar hún leitađi eftir ađstođ hans um ađ fá sakaferl afmáđan (uppreist ćru). 

Darmanin segir ekkert hćft í ásökunum konunnar og falliđ var frá málinu áriđ 2018. En fyrr á ţessu ári fyrirskipađi áfrýjunardómstóll ađ máliđ yrđi tekiđ upp ađ nýju og rannsakađ.

til baka