lau. 11. júlí 2020 14:46
Fimm létust í árás á kirkju

Fimm eru látnir eftir ađ árásarmenn réđust inn í kirkju í Suđur-Afríku og drápu gesti ţar. Árásarmennirnir tilheyra klofningshóp kirkjunnar en tekist hefur veriđ á um stjórn kirkjunnar.

BBC hefur eftir lögreglunni í Suđur-Afríku ađ tekist hafi ađ bjarga konum, körlum og börnum úr haldi árásarmannanna en árásin var gerđ í morgun. Kirkjan, International Pentecostal Holiness Church, er í úthverfi Jóhannesarborgar. Um 40 hafa veriđ handteknir og hald lagt á mikiđ magn vopna. 

Gengiđ hefur á ýmsu síđan leiđtogi kirkjunnar lést áriđ 2016 og lögreglan hefur áđur veriđ kölluđ ţangađ vegna skotbardaga. Eins hafa fjármál kirkjunnar ratađ í fjölmiđla en svo virđist sem fé hafi horfiđ úr sjóđum hennar. Međal árásarmanna voru lögreglumenn og sérsveitarmenn. 

til baka