lau. 11. júlí 2020 18:27
Sheffield United vann magnaðan sigur á Chelsea.
Chelsea fékk skell í Sheffield

Sheffield United gerði sér lítið fyrir og vann 3:0-heimasigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 

David McGoldrick kom Sheffield á bragðið á 18. mínútu er hann skoraði af stuttu færi eftir að Kepa Arrizabalaga í marki Chelsea varði boltann beint fyrir fætur hans. 

Stundarfjórðungi síðar var staðan orðin 2:0. Skoski framherjinn Olivier McBurnie skallaði þá boltann í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf Enda Stevens og var staðan í leikhléi 2:0, Sheffield United í vil. 

Spilamennska Chelsea batnaði lítið í seinni hálfleik og McGoldrick skoraði sitt annað mark á 77. mínútu og gulltryggði hann í leiðinni magnaðan sigur Sheffield United. 

Chelsea er áfram í þriðja sætinu með 60 stig, en Leicester og Manchester United geta bæði tekið fram úr Leiceseter með sigrum á morgun og mánudag. Sheffield United er í sjötta sæti með 54 stig. 

til baka