lau. 11. júlí 2020 20:24
Handteknir fyrir að lita gosbrunn blóðrauðan

Tveir eru í haldi lögreglunnar í London grunaðir um að hafa valdið skemmdarverki á gosbrunnunum á Trafalgar-torgi með því að lita vatn brunnanna rautt.

Gjörningurinn var framinn í tengslum við mótmæli gegn verksmiðjubúskap og segja mótmælendur hendur breskra stjórnvalda blóði drifnar í þeim efnum.

Mótmælin fóru fram á vegum Animal Rebellion síðdegis í dag, laugardag, og óðu sumir mótmælendur í blóðrauðu vatninu og kváðu hagnýtingu manna á dýrum hafa valdið kórónuveirufaraldrinum.

 

 



 



til baka