mið. 25. nóv. 2020 09:03
Björgvin Halldórsson.
Miðaverð á tón­leika Bó lækkar aftur

Yfirvöld hafa staðfest að tónleikahald verður ekki virðisaukaskylt við það að flytja sig yfir í streymi og því hækkar miðaverð á Jólagesti Björgvins ekki eins og útlit var fyrir. 

Miðaverðið á tónleikana er því 3.900 krónur eins og stefnt var á upphaflega. Áður hafði verið tilkynnt að verðið myndi hækka um 936 krón­ur vegna laga um virðis­auka­skatt. Í fréttatilkynningu frá Senu kemur fram að ekki muni koma til slíkrar hækkunar. 

Frétt af mbl.is

Almenn miðasala hefst klukkan 12 á hádegi.

„Hér er um að ræða miklar gleðifréttir fyrir allan íslenska menningargeirann og eiga stjórnvöld hrós skilið fyrir að bregðast svona hratt og vel við.

Undirbúningur fyrir Jólagesti Björgvins 2020 gengur vel en þetta er í fyrsta skipti á Íslandi sem svona stór viðburður fer fram í beinni útsendingu án áhorfenda í sal. Verið er að feta nýjar leiðir til að koma með jólin heim til ykkar, um allt land og um allan heim, en tónleikarnir eru aðgengilegir í gegnum streymi og pay per view um alla veröld.

Það er greinilega mikil spenna og jákvæðni í þjóðfélaginu fyrir þessu framtaki og erum við þakklát fyrir það,“ segir í tilkynningu frá Senu. 

til baka