fim. 21. jan. 2021 09:11
Samið um greiðslur frá Google

Bandaríska tæknifyrirtækið Google og frönsku dagblöðin hafa náð samkomulagi um að Google greiði þeim fyrir höfundarétt að efni.

Samkomulagið sem APIG sambandið ritar undir fyrir hönd frönsku fjölmiðlanna felur í sér „nágranna-rétt“ sem þýðir að Google þarf að greiða fyrir að sýna fréttaefni þegar leitað er í leitarvél Google.

Samkomulagið leggur línurnar fyrir Google í samningaviðræðum við dagblöð um greiðslur til þeirra fyrir efni sem birt er á Google og dagblöðin fá aðgang að News Showcase dagskránni þar sem útgefendum er greitt fyrir efni. Greiðslan miðast meðal annars við vinsældir efnisins og samið er við hvert blað sérstaklega. 

Fréttaveitur hafa lengi gagnrýnt Google fyrir að greiða þeim ekki hlut í auglýsingatekjum sem fyrirtækið fær fyrir auglýsingar sem eru birtar við hlið fréttaefnis frá fjölmiðlum víða um heim. 

Á sama tíma hafa auglýsingatekjur fjölmiðla dregist verulega saman frá því kórónuveiran braust út. 

Umfjöllun Le Monde

til baka