fös. 22. jan. 2021 06:24
Reyna að fá frest í öldungadeildinni

Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa óskað eftir því við demókrata í deildinni að fresta réttarhöldunum yfir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, þangað til í febrúar.

Þeir segja að með þessu fái Trump tíma til að undirbúa vörnina. Hann er ákærður fyrir brot í starfi með því að hvetja til uppreisnar eftir að stuðningsmenn hans æddu inn í þinghúsið 6. janúar. 

Trump flaug til Flórída ásamt fjölskyldu á miðvikudagsmorgun og var ekki viðstaddur innsetningarathöfnina síðar um daginn. 

Frétt BBC

Full­trúa­deild­in samþykk­ti að ákæra Trump fyr­ir brot í starfi og því verður hann að standa fyr­ir máli sínu í öld­unga­deild­inni en hlut­verk deild­anna er ólíkt þegar kem­ur að því að ákæra emb­ætt­is­menn fyr­ir brot í starfi. Þá gegn­ir öld­unga­deild­in hlut­verki dóm­stóls. Sé for­seti Banda­ríkj­anna ákærður fyr­ir brot í embætti er for­seti Hæsta­rétt­ar í for­sæti í öld­unga­deild­inni. Tvo þriðju hluta at­kvæða viðstaddra þarf til að sak­fella í slíku máli. Þris­var sinn­um hef­ur for­seti verið ákærður fyr­ir brot í starfi en sýknaður í öll skipt­in. Síðast var það Trump sjálf­ur og ef full­trúa­deild­in samþykk­ir ákær­una er hann fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem er ákærður fyr­ir embætt­is­brot í tvígang.  

Í öld­unga­deild­inni er vara­for­seti Banda­ríkj­anna form­lega for­seti en í full­trúa­deild­inni er deild­ar­for­seti kjör­inn af þing­mönn­un­um. For­seti öld­unga­deild­ar hef­ur þó ekki at­kvæðis­rétt nema odda­at­kvæði þurfi, ólíkt for­seta full­trúa­deild­ar sem hef­ur alltaf verið kjör­inn þingmaður og því með at­kvæðis­rétt. Hvor­ug­ur gegn­ir þó al­mennt því starfi dags dag­lega að því er seg­ir á Vís­inda­vef Há­skóla Íslands.

til baka