fös. 22. jan. 2021 06:36
Enn frekari bið eftir Bond

Aðdáendur breska njósnarans James Bond þurfa að bíða fram í október eftir myndinni No Time To Die en tilkynnt var í gær um að frumsýningu myndarinnar yrði frestað enn einu sinni vegna kórónuveirufaraldursins.

Frumsýningu myndarinnar hefur verið frestað ítrekað en upphaflega átti að frumsýna hana í mars í fyrra. Næst var talað um nóvember, svo apríl en nú október.

Þetta er 25. mynd­in um ást­ir og ör­lög njósn­ara henn­ar há­tign­ar og sú fimmta sem skart­ar leik­ar­an­um Daniel Craig í hlut­verki Bonds. Hann hef­ur sjálf­ur sagt að þetta verði síðasta Bond-mynd hans.

til baka