lau. 23. jan. 2021 17:07
Viđbrögđ lögreglu hafa veriđ harkaleg, rétt eins og lögregluyfirvöld lofuđu sjálf fyrir mótmćlin.
Á ţriđja ţúsund mótmćlenda handteknir

Fjöldi mótmćlenda hefur veriđ tekinn höndum í Rússlandi vegna mótmćla sem spruttu upp í dag víđa um landiđ. Mótmćlin eru til stuđnings Alexei Navalní, helsta andstćđingi Pútíns Rússlandsforseta, sem var fangelsađur viđ komuna til landsins í síđustu viku.

Ţađ var í fyrsta sinn sem hann sneri aftur til Rússlands eftir ađ ţarlend stjórnvöld eitruđu fyrir honum međ taugagasi.

Rússneska innanríkisráđuneytiđ segir ađ fjögur ţúsund mótmćlendur hafi komiđ saman í Moskvu en heimildarmenn BBC segja ađ tugţúsundir hafi veriđ saman komnar.

OVD, hagsmunasamtök mótmćlenda, fullyrđa ađ fleiri en 2.130 manns hafi veriđ handteknir, ţar af ađ minnsta kosti 790 í Moskvu, höfuđborg Rússlands.

 

Lögregluţjónar gráir fyrir járnum

Navalní hvatti til ţess ađ Rússar mótmćltu handtöku hans en hann er nú í haldi fyrir meint brot á reynslulausn. Hann segir ţađ ţöggunartilburđi af hálfu stjórnvalda.

Fyrir mótmćlin gáfu rússnesk yfirvöld út ađ tekiđ yrđi hart á mótmćlendum sem mótmćltu í leyfisleysi og ađ mótmćlin yrđu kveđin í kútinn um leiđ og ţau byrjuđu.

Lögregluţjónar, gráir fyrir járnum, reyna nú ađ stöđva mótmćlendur međ kylfum og skjöldum.

 

Hrifsuđ á brott í viđtali

Nokkrir nánustu bandamanna Navalnís hafa veriđ handteknir, ţar á međal talskona hans Kira Yarmysh. Hér ađ ofan sést hvernig lögreglumenn hrifsa Lyubov Sobol, eina helstu stuđningskonu Navalnís, á brott í miđju viđtali viđ fréttamenn.

Ţá sagđi eiginkona Navalnís, Yulia Navalní, í fćrslu á Instagram ađ hún vćri í haldi lögreglu. Hún bađ fylgjendur sína velvirđingar á döprum myndgćđum, birtan í lögreglubílnum vćri ekki sérstaklega góđ.

View this post on Instagram

A post shared by @yulia_navalnaya

 

 

 

til baka